Held mig við kirkjuna

Ef mér hefur einhvern tíman dottið í hug að skrá mig úr kirkjunni þá ætla ég að bíða með það þar til þessi múgæsing hefur runnið sitt skeið og hugsa málið í ró og næði og taka síðan ákvörðun á mínum forsendum.

Ég er algjörlega ósammála að banna kirkjuna innan skólans, ég veit ekki til þess að það hafi skemmt mig á nokkurn hátt að hafa verið skírð og fermd í kirkjunni eða fengið að gjöf nýja testamentið. Las það nú reyndar aldrei og veit ekki hvar það er í dag. Ég nýtti mér kirkjuna til að fara í barnamessu fyrir nokkrum árum og hafði gaman af með börnunum mínum.

Vonandi fæst dæmt í þeim málum sem dæma þarf og fólk nái sér niður úr hitanum varðandi þau og getir svo ákveðið framhaldið af skynsemi.


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Egill

koma með álíka rök og þú en breyta dæminu sjáðu hvort þú sérð punktinn hjá mér.

ég veit ekki til þess að hafa ekki nota sætisólar í bíl hafi nokkurntímann skemmt mig á nokkurn hátt að hafa verið beltislaus eða keyrt yfir hámarkshraða í umferðinni.

Egill, 24.10.2010 kl. 18:43

2 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Ég sé kjánalegan punkt.

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 24.10.2010 kl. 22:15

3 identicon

Það er ekki hægt að nota skaðamælikvarðann eingöngu á þetta, trúin á álfa og huldufólk er heldur ekkert endilega skaðleg. Kjarni málsins er að það á ekki að innræta börnum að það sé allt í lagi að trúa einhverju án þess að hafa nokkur rök/gildar ástæður til þess að trúa því, eins og er krafa á öllum öðrum sviðum lífsins. Með því að búa til þessa undantekningu fyrir trúarbrögð þá ertu búin að opna á að þau trúi annars konar yfirnáttúrulegum hlutum og hjátrú. Það er hverjum manni mikilvægt að hafa fully functioning bullshit radar í gangi í hausnum á sér, t.d. til að forðast gylliboð, Nígeríusvindl, píramídasvindl, nálastungur, detox og fleira. Með því að kenna krökkunum að það sé bara í lagi að taka suma hluti "on faith", þá ertu að gera þeim mikinn bjarnargreiða.

Arngrímur Eiríksson (IP-tala skráð) 25.10.2010 kl. 01:19

4 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Ég myndi reyna að skera gat á kassann minn ef ég væri þú Arngrímur. Börnin þín hafa sennilega aldrei fengið neitt í skóinn (ef þú átt börn). Hvernig á ég að sanna fyrir börnunum mínum að það sé hættulegt að ganga út á götu ef það er að koma bíll? Ég vona að þú hugsir ekki svona af því að Nígeríufólki hafi tekist að hafa út úr þér peninga og. 

Sem betur fer erum við misjöfn og ég hef mínar skoðanir og þú þínar. Ég sé heldur ekkert að því að trúa á álfa og huldufólk, geri það reyndar ekki sjálf en í barnatrúnni þá gerði ég það og þykir bara skemmtilegt að hafa gert það. 

Vona að þú getir virkja ímyndunaraflið í þér þar sem staðreyndir eru stundum í fríi, það er svo skemmtilegt að geta séð fyrir sér hluti og látið sig dreyma án þess endilega að það eigi sér stoðir í raunveruleikanum. 

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 27.10.2010 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband