Námsmenn erlendis

Ég veit ekki hvort það er búið að tala um þetta í sambandi við þessa frétt en það sem mér dettur fyrst í hug er: Aumingja námsmenn erlendis. Ég vona bara að þeir komist yfir þetta og geti klárað sitt nám.
mbl.is Gengi krónunnar veiktist um 11,65%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn góður segi ég nú bara. Ég er í skiptinámi á Írlandi og ég er gjörsamlega grátandi þegar ég þarf að taka út peninga því ég hef bara ekki efni á þessum sveiflum, sérstaklega ekki vegna þess að lín lætur mig fá sakvæmt genginu 1. júní sem er svo langt frá núverandi gengi að það er ekki fyndið. Ég þori aldrei að breyta krónunum mínum yfir í evrur því ég held alltaf að lækkun krónunnar sé að mestu búin en svo heldur hún alltaf áfram eins og ekkert sé. Þetta hefði ekki verið neitt vandamál ef ég hefði umbreytt öllum krónunum mínum yfir í evrur strax og ég fór út en mér var ráðlagt að vera ekkert að því, ég væri svo stutt úti en það er greinilegt að það skiptir litlu hversu stutt maður er þar sem krónan veikist um tugi prósenta á stuttum tíma. úfffff

Kolbeinn Karl Kristinsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Ég finn til með þér, ég bjó erlendis þegar krónan féll árið 2001 eða 2002 (man ekki nákvæmlega) og fannst það hrikalegt, þá fór dollarinn í 112 krónur, en þetta!!!!! Slíkar og þvílíkar tölur, maður á ekki til orð.

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 10.10.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband