12.9.2008 | 08:22
Nefndir og aftur nefndir
Hvað á þetta mál að ganga langt? Hvers eiga ljósmæður og sængurkonur að gjalda. Ekki er nú eins og landið fari á hausinn ef gengið væri að kröfum ljósmæðra í þessu máli. Ég held að þetta lið sem stjórnar landinu ætti að endurskoða í hvað er verið að eyða peningunum. Í mogganum í dag er grein með yfirskriftinni "Óviðunandi niðurstaða" þar sem Ingibjörg Sólrún segir niðurstöðu nýrrar launakönnunar SFR um kynbundinn launamun vera óviðunandi. Þar minnir hún á að nú starfi ÞRJÁR NEFNDIR á vegum félagsmálaráðuneytisins sem benda eiga á leiðir til að laga launamun kynjanna. Væri ekki nær að gera eitthvað í málunum en ekki sífellt að tala og tuða og pæla og spekúlera í þeim.
Enda erum við hörkutól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Á hvaða launum eru þeir sem í nefndunum eru? Er þar sami launamunur? Hvernig væri að hafa sama launamun þar undir öfugum formerkjum þar til þetta hefur verið lagað?
Hansína Hafsteinsdóttir, 12.9.2008 kl. 09:05
Já nákvæmlega, hver eru launin þar? Ég segi bara færri nefndir og meiri framkvæmd og efndir loforða stjórnmálamanna.
Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 12.9.2008 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.