4.10.2008 | 00:54
Samstaða
Svona flík ættum við öll að eignast til að mótmæla háu verði á orku hér á landi. Það er með ólíkindum hvað hægt er að bjóða okkur. Það gengur reyndar tölvupóstur á milli manna núna þar sem beðið er um samstöðu til að mótmæla hækkun orkuverðs og vildi ég óska að við Íslendingar sýndum samstöðu einu sinni. Mér leikur líka forvitni á að vita hvenær við fáum nóg af því sem ég vil kalla kúgun.
Hér kemur pósturinn: (það skal tekið fram að þetta er ekki frá mér komið svo ég eigna mér það ekki).
Undanfarið hefur dunið á okkur hver hækkunin á eftir annarri, nú síðast rafmagnið. Meðan við eigum að sitja á okkur í kröfugerð launa er hver risinn á eftir öðrum að hækka á okkur tryggingar, eldsneyti, raforku, hita o.sfrv. Til að mótmæla þessari óstöðvandi flóðbylgju af hækkunum legg ég til að við eigum rómantíska stund n.k. sunnudagskvöld kl. 20:00 og slökkvum á öllu rafmagni sem við mögulega getum verið án. Slökkvum ljósin, kúrum okkur upp í sófa og tökum hálftíma hlé frá raforkunni. Ef allir leggjast á eitt sýnum við í verki að nú er komið nóg af hækkunum. Getum ekki tapað á þessu, bæði spörum við rafmagn og upplifum smá kósíheit í svartasta skammdeginu. Áframsendið á alla sem þið þekkið og
myndum rafmagnslausa samstöðu í hálftíma.
Alltaf í sambandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.