Reiði???

„Fólk er reitt," hefur blaðið eftir einum lögmanni, sem vinnur að málinu. „Fólk er afar reitt."

Já er það, fréttir fyrir okkur Íslendinga eða þannig. Ég er að verða reiðari og reiðari eftir því sem þetta vandamál Íslands verður ljósara fyrir mér. Það er eins og doði hafi fyrst ráðið ríkjum hjá mér en svo fór fattarinn smám saman í gang. En mér er bara sagt að vera góð við mína nánustu og alla hina líka það eru nefnilega engir skúrkar í málinu!!!!!

Gott mál samt að ríkisstjórnin áttar sig á að þetta er þeim ofviða og fengin er hjálp við að reyna að leysa úr rembihnútnum. 

Í greininni má svo lesa: að þjóðirnar tvær næðu samkomulagi frekar en láta deilur þeirra fara fyrir enska dómstóla. Slíkt gæti leitt til þess að orðstír beggja ríkjanna biði hnekki.

ER OKKAR ORÐSTÍR EKKI FARINN TIL FJANDANS?


mbl.is Þekkt lögmannsstofa vinnur fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæl Ragnhildur. Er hægt að fá lögmannsstofu til að kanna málsókn á hendur ÍSLENSKUM stjórnvöldum, fyrir að hafa skemmt orðspor Íslands?

Það er að vísu ekki hægt að greiða þann málarekstur úr vasa skattgreiðenda, svo það yrði að vera mjög ódýr lögmannsstofa.

Theódór Norðkvist, 30.10.2008 kl. 00:31

2 Smámynd: Jóhann Hallgrímsson

Mér finnst að þetta verði að fara fyrir dóm, til þess að við getum skýrt okkar hlið og til að syna að það er ekki hægt að komast upp með að láta svona við okkur.

við eigum ekki að leggjast niður og taka höggin án þess að verja okkur og reyna að koma nokkrum á þá líka.

Jóhann Hallgrímsson, 30.10.2008 kl. 00:36

3 identicon

Samkomulag er ekki valmöguleiki, óréttlætið er slíkt í þessu máli...

Þetta mál SKAL fara fyrir dómstóla.

Stefán Kjartansson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir

Hæ Teddi, gaman að sjá þig hér.

Já ef samstaðan væri meiri í Íslendingum þá myndum við kannski gera eitthvað krassandi eins og að fara í mál öll saman gegn svefngenglunum. En eins og þú segir þá yrði það að vera ódýr lögmaður sem tæki það að sér.

Jóhann og Stefán, ég er sammála þetta verður að fara fyrir dóm. En hvernig fer þetta hjá ENSKUM dómstólum gagnvart breska fjármálaráðuneytinu?

Ragnhildur Jóhanna Barðadóttir, 30.10.2008 kl. 02:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband