Færsluflokkur: Bloggar

Held mig við kirkjuna

Ef mér hefur einhvern tíman dottið í hug að skrá mig úr kirkjunni þá ætla ég að bíða með það þar til þessi múgæsing hefur runnið sitt skeið og hugsa málið í ró og næði og taka síðan ákvörðun á mínum forsendum.

Ég er algjörlega ósammála að banna kirkjuna innan skólans, ég veit ekki til þess að það hafi skemmt mig á nokkurn hátt að hafa verið skírð og fermd í kirkjunni eða fengið að gjöf nýja testamentið. Las það nú reyndar aldrei og veit ekki hvar það er í dag. Ég nýtti mér kirkjuna til að fara í barnamessu fyrir nokkrum árum og hafði gaman af með börnunum mínum.

Vonandi fæst dæmt í þeim málum sem dæma þarf og fólk nái sér niður úr hitanum varðandi þau og getir svo ákveðið framhaldið af skynsemi.


mbl.is Vegið að rótum trúarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég verð brjáluð

Ég verð brjáluð þegar ég les um það sem Pétur Blöndal er að segja, BRUÐLARAR er ekki í lagi með manninn? Get ekki einu sinni klárað greinina og ætla ekki að skrifa meira um það þar sem blótsyrði passa ekki hérna.

Pétur Blöndal hættu, farðu heim og haltu áfram að safna peningum og vera heilagur !


mbl.is Bruðlurum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þarf til???

Spurning hvort þetta sé maðurinn sem kom keyrandi beint á móti mér á vitlausri akrein einn daginn þegar ég var að keyra til Hveragerðis frá Selfossi. Vissi nú ekki alveg hvað manninum gekk til en þetta var ekki þægileg staða að vera í með barn í bílnum hjá mér.

Mér finnst dómur mannsins ekki í samræmi við lögbrot.


mbl.is Tekinn átta sinnum á rúmum þremur mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarskyldur sonur!

Auðvitað er erfitt að finna fólk sem ekki tengist þessum sjóðum, bönkum eða fyrirtækjum á einhvern hátt en "komm on". Er ekki munur á syni mínum eða kunningja kunningja míns?
mbl.is Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reddum þessu.

Það má redda þessu með því t.d. að láta okkur bara borga miklu miklu hærri skatta og hækka og hækka vexti svo við borgum helmingi meira í húsnæðislánunum okkar og svo framvegis............við gerum hvort sem er bara allt sem okkur er sagt að gera. Erum svo vel upp alin. Tuðum kannski smá úti í horni en það nær svo ekkert lengra. Við erum líka orðin vön himinháum vöxtum á yfirdráttunum og kreditkortunum svo að við ættum nú ekkert að sjokkerast!!!!

Eða.....bara byrja upp á nýtt á núlli, fella niður allar skuldir og svoleiðis og byrja upp á nýtt.

Æi þetta er orðið svo leiðinlegt og verður bara ömurlegra eftir því sem meira heyrist að smá kaldhæðni ætti ekki að gera neitt til.


mbl.is Efnahagur myndi hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reiði???

„Fólk er reitt," hefur blaðið eftir einum lögmanni, sem vinnur að málinu. „Fólk er afar reitt."

Já er það, fréttir fyrir okkur Íslendinga eða þannig. Ég er að verða reiðari og reiðari eftir því sem þetta vandamál Íslands verður ljósara fyrir mér. Það er eins og doði hafi fyrst ráðið ríkjum hjá mér en svo fór fattarinn smám saman í gang. En mér er bara sagt að vera góð við mína nánustu og alla hina líka það eru nefnilega engir skúrkar í málinu!!!!!

Gott mál samt að ríkisstjórnin áttar sig á að þetta er þeim ofviða og fengin er hjálp við að reyna að leysa úr rembihnútnum. 

Í greininni má svo lesa: að þjóðirnar tvær næðu samkomulagi frekar en láta deilur þeirra fara fyrir enska dómstóla. Slíkt gæti leitt til þess að orðstír beggja ríkjanna biði hnekki.

ER OKKAR ORÐSTÍR EKKI FARINN TIL FJANDANS?


mbl.is Þekkt lögmannsstofa vinnur fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stelpurnar okkar.

Til hamingju með þennan árangur. Áfram stelpurnar okkar.

Flöggum fyrir þeim.


mbl.is Gerplustúlkur; Erum bestar í Evrópu á góðum degi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barðaströnd stolið

Ég las þetta Barðaströnd stolið !!!!!  Nennti ekki að lesa fréttina, en var búin að sjá þetta nokkrum sinnum og las alltaf Barðaströnd. Ákvað að forvitnast aðeins um hvað væri að gerast þarna fyrir vestan.......................Tounge
mbl.is Baðströnd stolið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hræðilega sorglegt

Ég finn alveg ótrúlega mikið til með þessari stelpu og segi bara eins gott að hún er komin heim. Þetta er með sorglegri fréttum sem ég hef heyrt lengi. Hræðilegur endir á því sem átti að vera skemmtileg upplifun og reynsla í lífi hennar, hún verður sennilega mjög lengi að ná sér ef hún á einhvern tíma eftir að gera það. Ég sendi henni hér með faðmlag og fallegar hugsanir.
mbl.is Skiptineminn kom heim í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öfgar

Vá ég fer nú bara næstum því að gráta við svona frétt, að fólk skuli vera svona þröngsýnt að úthýsa  manninum þar sem hann er Íslendingur. Bretarnir (og nú verð ég að segja sumir til að vera ekki alveg eins og þessi auma Breska stelpa) eru nú kannski aðeins of öfgafullir í þessum málum. Ég á frænda í námi í London og einn kennarinn hans sagði í tíma þar sem hann var að það ætti að brenna Ísland. Heldur langt gengið. Og það líka að maðurinn var búinn að safna sér fyrir náminu en það allt fokið út í buskann, það er ótrúlega sorglegt.

Ég er nú samt sammála mömmu hans, við ættum nú aðeins að líta í eigin barm og skoða hvaða álit við höfum á vissum þjóðernum, við höfum kannski verið óréttlát stundum.


mbl.is Úthýst vegna þjóðernis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband